Sími 441 5200

Dagbók

4. maí

Kæru foreldrar,

Stutt vika hjá okkur og mjög fljót að líða. Guðjón Veigar byrjaði hjá okkur sl. miðvikudag og einnig Vala sem er nýr starfsmaður og verður hjá okkur á Hóli í sumar. Við bjóðum þau bæði hjartanlega velkomin til okkar.

Mánudagur: Fórum út fyrir hádegi að leika og svo fóru allir í smiðju eftir hádegi.

Á miðvikudaghöfðum við tvískipta útiveru- 2 hópar fóru út fyrir hádegi og 2 hópar eftir hádegi. Ísbjarnahópur fór í sund og allir stóðu sig ótrúlega vel þar. Við fengum mjög mikið og fjölbreytt úrval ávaxta og grænmetis, takk fyrir það - höfðum ávaxtastund seinnipartinn og hlustuðum á sögu á meðan.

Fimmtudagur: Allir fóru í leikvang og 3 hópar til Jónínu eins og venjulega og svo var farið út að leika eftir matinn.  

Í dag: Allir fóru út að leika fyrir hádegið og hjálpuðust að við að búa til snjókarl!!! Sænska ríkissjónvarpið var hérna í morgun með Rebecu og þau voru úti að mynda gleðina hjá börnunum í snjónum J Höfum verið inni í alls konar leikjum eftir hádegið og höfðum aðra ávaxtastund þar sem það var svo mikið eftir.

Minni á skipulagsdaginn sem er föstudaginn 18. maí en þá verður leikskólinn lokaður.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica