Sími 441 5200

Dagbók

28. apríl

Kæru foreldrar,

við höfum notið þess að vera úti í góða veðrinu í vikunni og allir unað sér vel í leik. Við höfum líka átt notalegar stundir inni, mikið verið teiknað, litað, leirað og perlað. Búningar og eldhúsdót alltaf vinsælt og svo áttum við holukubba þessa viku og það er alltaf skemmtilegt að byggja alls konar byggingar úr þeim. Það fóru allir hópar til Rebecu á mánudag og leikvangur var á sínum stað á fimmtudag. Þórður Arnar byrjaði að vinna sl. miðvikudag og reiknum við með að hann verði hjá okkur í sumar, við bjóðum Þórð velkominn aftur.

Á næsta miðvikudag byrjar hann Guðjón Veigar hjá okkur á Hóli og bjóðum við hann velkominn til okkar

 

ATHUGIÐ

  • Þriðjudagurinn 1. mai - Leikskólinn lokaður

  • Miðvikudagurinn 2. mai - ávaxta/grænmetis dagur

  • Föstudagurinn 4. mai - Upptökur frá Spænska sjónvarpinu, endilega látið vita ef þið viljið ekki að barnið ykkar komi í mynd 

    Eigið góða helgi og takk fyrir vikuna.

    Erla Rut, Eyþór Örn, Díana og Þórður Arnar

 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica