Sími 441 5200

Dagbók

20. apríl

Kæru foreldrar

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

Vikan er búin að vera skemmtileg og nóg hjá okkur að gera.

Mánudagur: Við drifum okkur í vettvangsferð fyrir hádegi og löbbuðum upp í útikennslustofu sem er við Örvasali, rétt ofan við golfvöllinn. Veðrið var fínt, aðeins vindur en enginn lét það á sig fá og við stoppuðum góða stund þar og börnin æfðu sig í að klifra í trjánum. Voru pínu svekkt yfir því að við hefðum ekki tekið með okkur kveikjara til að kveikja eld þar sem er eldstæði á staðnum. Þau voru dugleg að labba og þau duglegustu hlupu meira og minna báðar leiðir.

Eftir hádegi var smiðja hjá Rebecu þar sem þau æfðu sig í að mála og þræða. Fórum út eftir kaffið í góða veðrið.

Þriðjudagur:  Hannes Krummi varð 5 ára og hélt upp á afmælið sitt fyrir hádegi og bauð öllum popp og saltstangir. Hann var mjög ánægður með daginn og fannst gaman að fara í rútu og leikhús á afmælisdaginn. Það fóru tveir hópar til Jónínu- urðum að sleppa síðasta hópnum því við fórum í Salinn að sjá  Barnaóperuna Gilitrutt eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Sagan er færð til nútímans og Gilitrutt er komin með snjallsíma. Börnin höfðu gaman að sýningunni en voru sum pínu smeyk. Þeim fannst mjög fyndið þegar Gilitrutt, sem var orðin mjög svöng hringdi og ætlaði að panta sér barnaborgara en varð æf þegar hún heyrði að það væri bara nautakjöt í þeim og bað þá um ömmupizzur í staðinn.

Fórum út að leika í rigninguna eftir hádegið.

Á miðvikudagvoru allir inni fyrir hádegi. Börnin voru í ýmsum leikjum fyrir hádegi m.a. bjuggum við til bláan og bleikan leir sem þau léku sér mjög glöð með og bjuggu til flottar tertur og ýmislegt annað.

Í dag fórum við út um 9:30 og aftur eftir hádegið. Veðrið er gott og þau hafa verið í alls konar leikjum (eins og sést á myndum)

Þið megið endilega tékka á aukafataboxum ef það vantar eitthvað og eins er eitthvað af ómerktu taui í þurrkskápnum.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica