Sími 441 5200

Dagbók

13. apríl

Kæru foreldrar

Þá er litavikan okkar á enda, það var skemmtilegt að sjá hvað allir lögðu mikla áherslu á litina í klæðnaði. Þau hafa líka verið að þræða perlur uppá band eftir litum og teikna regnboga.

Mánudagur: Vorum inni að leika fyrir hádegi, allir fóru í smiðju eftir mat og svo var útivera eftir kaffi.

Þriðjudagur:  Allir voru inni fyrir hádegi í góðum leik og þeir sem eru hjá Jónínu fóru í tíma til hennar. Fórum út strax eftir mat og selahópur fór í sund. Það gekk mjög vel hjá öllum og þau voru dugleg.

Á miðvikudag voru allir inni fyrir hádegi, það rigndi svo mikið að við hættum við vettvangsferðina. Það voru allir mjög grænir og flottir en við steingleymdum að taka mynd af þeim.

Í gær var leikvangur fyrir hádegi og tímar hjá Jónínu og  útivera eftir hádegi.

Það var mikill stuðdagur í dag sem byrjaði 9:15 með regnbogaballi og eftir það var opið flæði milli deilda sem var skemmtilegt fyrir alla bæði hitta systkini og vini af öðrum deildum.  Fórum út að leika strax eftir mat.

Í næstu viku:

Þriðjudagur Erum boðin á  barnaóperuna Gilitrutt í Salnum þann 17. apríl  í tilefni Barnamenningarhátíðar í Kópavogi.  Tveir elstu árgangarnir eru að fara þannig að við fáum rútu til að skutla okkur fram og til baka.

 

Fimmtudagur: Sumardagurinn fyrsti

 

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica