Sími 441 5200

Dagbók

23. mars 

Kæru foreldrar,

Vikan hefur auðvitað liðið mjög hratt hjá okkur og allt með svipuðu sniði og venjulega. Krúttin ykkar hafa verið dugleg að búa til páskaskreytingar og eru mjög ánægð með afraksturinn. Skemmtilegt að sjá hvað þau hafa misjafnan smekk J

Mánudagur: Allir hópar fóru í smiðju eftir matinn – líka til að búa til páskaskraut og svo fórum við út eftir kaffi.

Þriðjudagur: Það voru tímar hjá Jónínu fyrir hádegi fyrir þau sem eru hjá henni og svo var verið í alls konar leikjum inni á deild og í dúkkukróknum sem er alltaf vinsæll, sérstaklega núna þar sem það er komin ný eldhúsinnrétting til viðbótar við sófann, borðið og stólana sem komu strax eftir áramótin. Fórum út eftir kaffitímann.

Miðvikudagur: Allir fóru í val fyrir hádegi og svo út að leika strax eftir matinn.

Í gærmorgun var leikvangur hjá Eyþóri með þrautabraut og tímar hjá Jónínu. Fórum út strax eftir mat að leika í rigningunni sem ekki þótti leiðinlegt.

Í morgun vorum við inni fyrir hádegi og héldum upp á afmæli Hildar Lífar sem verður 5 ára n.k. miðvikudag. Hildur Líf var mjög spennt og bauð öllum upp á  popp og saltstangir. Hún var líka aðstoðarmaður í dag og valdi sér Svamp Sveinssons dúk á afmælisborðið.  Fórum út í góða veðrið eftir hádegi.

Vinsamlegast kíkið í þurrkskápinn J

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

Þeim sem eru farnir í páskafrí eftir daginn í dag óskum við gleðilegra páska og vonum að allir njóti frísins J

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica