Sími 441 5200

Dagbók

16. mars

Kæru foreldrar,

Mánudagur: Byrjuðum og endum vikuna í afmælisveislu sem er mjög skemmtilegt. Steinunn varð 5 ára í dag og við héldum popppartý fyrir hádegið. Allir hópar fóru í smiðju eftir hádegið til Rebecu. Þar byrjuðu þau að föndra fyrir páskana.Fórum út að leika í lok dags.

Veðurfræðingar: Bjarki Már og Bjarki Örn

 Þriðjudagur: Skipulagsdagur: Við fengum fyrirlesara frá Kvan hingað fyrir hádegi sem fjölluðu um liðsheild í fyrirtækjum. Mjög góður og skemmtilegur fyrirlestur. Eftir hádegið var okkur skipt í hópa eftir málefnum sem brunnu mest á okkur varðandi leikskólastarfið og reyndum að finna lausnir á þeim eftir bestu getu.

Miðvikudagur: Það voru svaka fjörug börn sem mættu á Hól í dag og það var sko hamagangur á Hóli. Allir léku sér inni í sátt og samlyndi fyrir hádegi og svo var útivera eftir matinn.

Veðurfræðingar: Hákon Jaki og Rakel Anna

Í gær var leikvangur hjá Eyþóri fyrir hádegi/ boltaleikur og tímar hjá Jónínu fyrir þau sem eru hjá henni. Fórum út strax eftir mat að leika í rigningunni.

Veðurfræðingar: Baldur Freyr og Eva Lind

Í morgun vorum við inni fyrir hádegi og héldum upp á afmæli Bjarka Freys sem verður 5 ára á sunnudaginn. Bjarki var mjög spenntur fyrir deginum og bauð öllum fullt af poppi, vínber og jarðarber. Hann var líka aðstoðarmaður í dag og til að toppa daginn fékk hann kjúkling í hádegismat sem er uppáhaldsmaturinn hans. Fórum út í góða veðrið eftir hádegi.

Veðurfræðingar: Hildur Líf og Thelma Lind  

Minni alla á að skila foreldrakönnun sem þið fenguð senda.

N.k. þriðjudag koma hingað læknanemar og taka nefkokssýni. Þetta er rannsókn á útbreiðslu og sýklalyfjaónæmi. Við erum með eyðublöð inn á deild sem þið getið fyllt út ef þið viljið að ykkar barn taki þátt.

Vinsamlegast kíkið í þurrkskápinn J

Takk fyrir vikuna og góða helgiÞetta vefsvæði byggir á Eplica