Sími 441 5200

Dagbók

9. mars

Kæru foreldrar,

Það hefur verið nóg að gera hjá okkur enda vikan búin áður en við vissum af

Mánudagur: Byrjuðum vikuna á því að fara í vettvangsferð. Veðrið var mjög gott og krúttin hress og dugleg að labba. Ofan við Lindaskóla er smá skógur sem allir vildu stoppa í og leika. Þar voru fyrir nokkrir eldri krakkar úr Lindaskóla (c.a.10 ára) sem voru dugleg að segja okkar krökkum hvernig best væri að klifra og hvað þau þyrftu að varast, gaman að heyra og sjá hvað þau voru hjálpsöm. Við tíndum líka fullt af könglum sem hægt er að nota í föndur. Tókum strætó til baka sem var eins og venjulega rúsínan í pylsuendanum J

Allir hópar fóru í smiðju eftir hádegið til Rebecu. Eftir kaffitímann vorum við í rólegum leik inni á deild ásamt spilum                              

 Þriðjudagur: Vorum inni að leika fyrir hádegi og  og nokkrir fóru í hópa til Jónínu en svo fórum við út eftir matinn.

Miðvikudagur: Vorum inni að leika fyrir hádegi og höfðum ávaxtastund og töluðum aðeins um árstíðirnar á meðan. Allir fóru út eftir matinn.

Í gær var leikvangur hjá Eyþóri fyrir hádegi og tímar hjá Jónínu fyrir þau sem eru hjá henni. Fórum út strax eftir mat og svo var val þegar við komum inn. Fórum svo aftur út rétt fyrir kl. fjögur.

Í morgun vorum við inni fyrir hádegi en fórum svo út strax eftir matinn. Í gær byrjuðum við á að hafa veðurfræðinga. Tvö börn eru valin og þau fara út og athuga hvernig veðrið er og hvernig best er að vera klæddur til að fara út.  Snæfríður og Steinunn voru í gær, Ella Sif og Krummi voru í morgun. Þeim fannst þetta skemmtilegt og tóku hlutverkið alvarlega.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Allir á Hóli

Það er skipulagsdagur næsta þriðjudag,  13. mars, þann dag verður leikskólinn lokaður.

 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica