Sími 441 5200

Dagbók

2. mars

Kæru foreldrar,

Þessi vika byrjaði með afmæli J því að Þórður Elís varð 5 ára sl. sunnudag og bauð öllum upp á popp og saltstangir á mánudag. Þórður var búinn að búa til kórónu og fékk að velja sér disk og glas og var mjög spenntur fyrir öllu saman J Orð vikunnar er eitt af einkunnarorðum Fífusala = uppgötvun en hin tvö eru virðing og samvinna.

Smiðja féll niður eftir hádegið vegna veikinda og við vorum inni í dúkkukrók, að spila, í legó og fleira skemmtilegt sem börnunum datt í hug.  

Þriðjudagur: Vorum inni að leika fyrir hádegi og  og nokkrir fóru í hópa til Jónínu en svo fórum við út eftir matinn. Það var mikið fjör hjá mörgum að drullamalla á lóðinni sem var eitt drullusvað- útifötin voru ekki mjög glæsileg samt á eftir, en það skiptir mestu hvað þetta var gaman J

Miðvikudagur: Fórum í vettvangsferð fyrir hádegi sem allir voru mjög spenntir fyrir og röltum góðum hring í hverfinu. Börnin veltu fyrir sér öllu ruslinu á girðingunni hjá Lindakirkju og svo enduðum við á róló fyrir utan hjá Reyni Elí.

Vorum inni eftir hádegið og fórum svo aftur út að leika eftir kaffitímann.

Í gær var leikvangur hjá Eyþóri fyrir hádegi með eltingaleik og einnig var Jónína með tíma fyrir sína hópa.  Það var val eftir hádegið og svo fórum við út eftir kaffi.

Í morgun fengu þeir sem vildu að fara út að leika í góða veðrinu, það voru nokkrir á því að það væri sko komið sumar og skyldu frekar illa að þeir gætu ekki farið út á peysunni, en líklega skiptu þeir um skoðun þegar út var komið. Hinir voru inni í dúkkukrók, teikna og lita eða leika með segulkubba. Það var svo farið út  aftur eftir matinn og verður mjög líklega skilað úti í dag.

Minni á ávaxta- og grænmetisdag nk. miðvikudag, 7. mars

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Allir á Hóli

Það er skipulagsdagur þann 13. mars nk, þann dag verður leikskólinn lokaður.

 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica