Sími 441 5200

Dagbók

23. febrúar 

Kæru foreldrar,

Vikan hefur þotið áfram með afmælum, föndri og ýmsum skemmtilegheitum J Orð vikunnar er þakklæti og höfum við rætt um hvað það þýðir í samverustundum og allir gátu komið með tillögu. Börnin eru aðeins byrjuð að föndra fyrir páskana- fínt að byrja tímanlega þar sem tíminn er fokinn frá okkur áður en við vitum af J

Mánudagur: Bjarki Rúnar varð 5 ára og var búinn að búa til kórónu og valdi sér dúk, disk og glas. Hann bauð öllum popp og saltkringlur.

Allir hópar fóru til Rebecu í smiðju eftir hádegið og þar fengu þau að sulla mjög mikið og mála listaverk á plast sem búið var að strekkja utan um kassa, með höndunum.

Þriðjudagur: Freyja varð 5 ára í dag og var líka búin að búa til kórónu og valdi sér dúk, disk og glas og bauð upp á popp og saltstangir.  Jónína tók 3 hópa í tíma fyrir hádegi og svo fórum við út eftir matinn.

Miðvikudagur: Vorum inni í alls konar leikjum í dag þar sem veðrið var hundleiðinlegt og risastórir pollar á lóðinni þannig að okkur fannst ekki hægt að fara út eftir hádegi þótt veðrið væri orðið skárra.

Í gær var leikvangur hjá Eyþóri fyrir hádegi með frjálsum leik og einnig var Jónína með tíma fyrir sína hópa. Fórum út strax eftir mat og svo var val eftir kaffitímann.

Í dag fórum við út í smástund fyrir hádegi en höfum verið inni í ýmsum leikjum eftir matinn.

Minni ykkur á að kíkja í þurrkskápinn og taka það sem tilheyrir ykkar barni.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Allir á Hóli

Það er skipulagsdagur þann 13. mars nk, þann dag verður leikskólinn lokaður.

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica