Sími 441 5200

Dagbók

16. febrúar

Kæru foreldrar,

Kærar þakkir fyrir komuna í morgun allar mömmur og ömmur J Það var góð mæting og börnin alsæl. Þau máluðu boðskortin sl. mánudag og fengu að nota puttamálningu sem mörgum fannst nú bara frekar subbulegt og vildu bara nota pensla J Vorum inni í rólegheitum eftir kaffið í morgun og fórum svo út strax eftir matinn.

Allir hópar fóru til Rebecu á mánudag og héldu áfram með fínhreyfiverkefni sem þau voru með líka síðast. Fengum bollur í kaffitímanum með sultu og rjóma já og aðallega súkkulaðiglassúr J fórum út eftir kaffið

Á þriðjudag vorum við inni fyrir hádegi og allir kláruðu að líma á boðskortin, borðuðum saltkjöt og baunir í hádeginu, það var misjafnt hvernig börnin borðuðu-sumir fengu sér oft en önnur næstum ekki neitt. Fórum svo út eftir kaffið og á meðan skreyttu nokkrir kennarar fyrir öskudaginn J

Allir, bæði börn og kennarar mættu í náttfötum hér á öskudaginn. Það var mikið fjör en samt voða kósý. Byrjuðum á balli þar sem sumir dönsuðu allan tímann en það var dálítið mikill hávaði sem mörgum líkaði ekki vel. Það var því fínt fyrir krúttin að slappa af  og horfa á bíómynd og borða snakk J Í hádegismatinn var pizza og ribena djús. Þeir sem vildu fengu svo andlitsmálningu eftir kaffitímann.

Í gær var leikvangur hjá Eyþóri fyrir hádegi og val strax eftir matinn og útivera eftir kaffi.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Allir á Hóli
Þetta vefsvæði byggir á Eplica