Sími 441 5200

Dagbók

9. febrúar

Kæru foreldrar,

Enn ein skemmtileg vika að baki og enn meira fjör í næstu viku. Á mánudaginn var smiðja hjá Rebecu, á þriðjudag var dagur leikskólans og opið flæði milli deilda með ákv. stöðvum á hverjum stað, þetta tókst vel og allir ánægðir. Á miðvikudag var ávaxta- og grænmetisdagur og fullt af ávöxtum á Hóli, takk fyrir það. Í gær var Leikvangur hjá Eyþóri- það var frjáls tími þar sem þau stóðu sig svo vel í síðustu viku.

Í morgun komu Dagný og Maximús í heimsókn til okkar. Dagný las sögu um Maxa og sýndi okkur fullt af hljóðfærum. Maximús kom og dansaði svolítið og gaf öllum börnunum bókamerki og leyfði þeim að taka í skottið á sér J Það var mikil ánægja með Maxa og börnin höfðu mjög gaman af.

Börnin hafa föndrað bolluvendi í vikunni sem þau taka með sér heim í dag og eru spennt að flengja foreldrana.

Einhverjar breytingar hafa verið á starfsfólki milli deilda. Díana verður á Hóli og kemur í stað Eyþórs sem ætlar að sjá um leikvanginn, alla vega fram á vor, en hann verður samt eitthvað áfram á Hóli eftir að leikvangi lýkur á daginn.

Næsta vika:

Bolludagur á mánudag, sprengidagur á þriðjudag og öskudagur á miðvikudag. Þá mæta allir, börn og starfsfólk í náttfötum í leikskólann og við höfum kósý dag og gerum margt skemmtilegt.

Í tilefni af konudeginum sem er n.k. sunnudag þá verður öllum mömmum og ömmum boðið í morgunmat á milli 8-9 á föstudag (16.2)-  boðskortin verða send heim á miðvikudag

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Allir á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica