Sími 441 5200

Dagbók

3-5 janúar 2018

Kæru foreldrar, gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla J

Þessir þrír fyrstu dagar í leikskólanum eftir áramótin hafa verið mjög rólegir. Börnin komu glöð og afslöppuð úr jólafríinu með fullt af nýjum bókum sem er ljómandi J Höfum verið inni í ýmis konar leikjum, mikið spilað og svo út eftir hádegi.

Í morgun höfðum við þrettánda brennu hérna úti og sungum nokkur jólalög, allir höfðu gaman að því- það gæti þó verið nokkur reykjarlykt af útigöllunum.

Bangsastelpan Elsa kom úr jólafríinu sínu við mikinn fögnuð og Bjarki Rúnar er svo heppinn að fá hana með sér heim um helgina.

N.K. miðvikudag er ávaxta- og grænmetisdagur hjá okkur

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Ragnheiður, Erla Rut og EyþórÞetta vefsvæði byggir á Eplica