Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 16- 20. október 

Kæru foreldrar,

Á mánudag fyrir hádegi fórum við í vettvangsferð. Fórum með strætó í Hamraborg og lékum í stórfiskaleik á túninu fyrir neðan bókasafnið, mikil hamingja hjá öllum með ferðina.     Eftir matinn fóru allir hópar  í smiðju til Rebecu og kláruðu bátana og það var svo frábært að sjá krúttin hvað þau voru  stolt og ánægð með afraksturinn.  Fórum aftur út eftir kaffið

Á þriðjudaginn  vorum við inni fyrir hádegi í frjálsum leik, flest öll börnin máluðu myndir svo eitthvað sé nefnt. 3 hópar fóru til Jónínu. Fórum út strax eftir hádegismatinn og höfðum sögustund eftir kaffitímann.

Á miðvikudag  var lokað á Hóli

Á fimmtudag  fóru allir í Leikvang fyrir hádegi, við vorum búin að setja upp fína þrautabók og nutum góðrar aðstoðar barns á deildinni okkar sem var duglegt og sniðugt að finna út hvað væri skemmtilegast.  Tímar hjá Jónínu voru á sínum stað.   Fórum út strax eftir mat, þegar börnin komu inn voru valstöðvar:, leir, numocon stærðfræðiform, eldhúsdót, legókubbar, plúskubbar, sjóræningjadót og bílar. Fórum aftur út rétt fyrir fjögur.

Í dag  vorum við inni fyrir hádegi í ýmis konar leikjum og líka eftir hádegismatinn en förum út strax eftir kaffi í rigninguna. Það er alltaf spennandi að sulla og drullumalla svolítið í garðinum og einmitt rétta veðrið í það núna þar sem er ekkert kalt úti.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Ragnheiður, Eyþór og Erla Rut

 

 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica