Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 9-13. október

Kæru foreldrar,

Á mánudag fyrir hádegi fórum við í vettvangsferð í góða veðrinu. Komumst ekki langt, rétt út fyrir lóðina en börnin skemmtu sér vel og voru ánægð með ferðina.    Eftir matinn fóru allir hópar  í smiðju til Rebecu. Fórum aftur út eftir kaffið

Á þriðjudaginn  var lokað á Hóli

Á miðvikudag  vorum við inni fyrir hádegi í rólegheitum og ýmsum leikjum og fórum út strax eftir mat.

Á fimmtudag  var dótadagur og börnin komu með alls konar skemmtilegt dót. Þau skiptust á að leika sér með dótið og voru flest til í að leyfa vinunum að prufa.  Það fóru allir í Leikvang fyrir hádegi að gera alls konar þrautir, tóku leikföngin sín með og enduðu á að leika. Tímar hjá Jónínu voru á sínum stað.   Fórum út strax eftir mat og förum aftur rétt fyrir kl. 16.

Í dag  fórum við út fyrir hádegi, inni eftir matinn í vali en förum út aftur eftir kaffitímann.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 

 

 

 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica