Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 2- 5. okt

Kæru foreldrar,

Á mánudag fyrir hádegi fórum við í vettvangsferð í góða veðrinu. Fórum á leikvöll fyrir utan hjá Reyni Elí og þar var farið í eltingaleiki.  Eftir matinn fóru allir í smiðju til Rebecu.

Á þriðjudaginn  vorum við úti fyrir hádegi og fórum aftur út eftir kaffi. Við viljum þakka ykkur að bregðast fljótt og vel við beiðni frá Erlu Stefaníu um að sækja fyrr,þeir sem gátu.

Á miðvikudag  fórum við út fyrir hádegi en vorum svo inni í alls konar leikjum og höfðum ávaxtastund eftir hádegið. Við fengum æðislegt úrval af alls konar ávöxtum og börnin alsæl, takk fyrir.  Fórum aftur út um kl. 15:30

Í dag  fóru allir í Leikvang fyrir hádegi, farið var í þrautabrautir og endað í boltaleik. Það voru einnig tímar hjá Jónínu.   Fórum út strax eftir mat og förum aftur rétt fyrir kl. 16

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 

 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica