Sími 441 5200

Dagbók

18-22. sept

Kæru foreldrar

Á mánudag fyrir hádegi fórum við í vettvangsferð, lentum reyndar í úrhellisrigningu sem var nú ekki lengur en við létum það ekkert á okkur fá.

Á þriðjudaginn  var farið út fyrir hádegi. Þrír hópar fóru til Jónínu. Eftir hádegi hélt Eva upp á afmælið sitt, hún varð 4 ára J Takk fyrir mætinguna á aðalfund foreldrafélagsins þeir sem gátu komið.

Á miðvikudag voru allir inni fyrir hádegi. Baldur Freyr varð 4 ára og hélt upp á afmælið sitt. Eitthvað vesen er á Ipadinum því enn hefur okkur ekki tekist að setja inn afmælismyndbandið hans en það kemur vonandi fljótlega.   Allir fóru út eftir hádegi í rigninguna og svo fór höfrungahópur beint í sund. Þau höfðu verið búin að stappa rækilega í pollunum áður en þau lögðu af stað og voru hálfblaut. Eftir kaffitímann höfðum við sögustund, sögðum hina sívinsælu sögu, Búkollu.

Á fimmtudag fóru allir í Leikvang fyrir hádegi, farið var í þrautabrautir og svo endað á í grænni lautu. 3 hópar fóru til Jónínu.  Fórum út strax eftir mat og enduðum aftur á sögustund. Í þetta sinn varð innipúkinn fyrir valinu.

Í dag föstudag  vorum við inni í ýmsum leikjum fyrir hádegi en skelltum okkur út í rigninguna eftir matinn. Við fengum til okkar góðan gest í samverustund sem öll börnin hafa verið að spyrja um undanfarið en það er hún Elsa bangsastelpa. Bjarki Freyr var svo heppinn að vera fyrstur að fá Elsu heim J

Takk fyrir vikuna og góða helgi,

 allir á Hóli

 

 

 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica