Sími 441 5200

Dagbók

4- 8. september

Kæru foreldrar

Á mánudag fyrir hádegi skruppum við í strætóferð við mikinn fögnuð allra en það voru samt nokkur sem höfðu orð á því að það vantaði að við værum að „fara eitthvað“, en fínt að hafa aðeins öðruvísi en venjulega. Nú er sögustundir byrjaðar á bókasöfnunum og við förum fljótlega þangað. Fórum út eftir hádegismatinn og eftir kaffið var val inná deild.

Á þriðjudaginn  var val um að fara út eða leika inni á deild. Það fór einn hópur til Jónínu í málörvun. Eftir matinn fóru allir út og svo vorum við inni að hlusta á sögu í rólegheitum eftir kaffitímann.

Á miðvikudag varð Styrkár Breki 4 ára og hélt upp á afmælið í leikskólanum. Hann var búinn að búa til flotta kórónu og fékk að velja sér disk, glas og skikkju. Hann bauð öllum upp á popp, saltstangir og melónu. Það var líka ávaxtadagur og það kom fjölbreytt úrval af allskonar ávöxtum og grænmeti, takk fyrir það. Fórum út að leika eftir kaffi.

Á fimmtudag vorum við nánast allan daginn úti og allir glaðir með það. 

Í dag föstudag  vorum við inni fyrir hádegi í ýmsum leikjum og fórum svo út strax eftir matinn. Förum pottþétt aftur út eftir kaffið í góða veðrið.

Líklega byrjar smiðja og leikvangur hjá okkur í næstu viku. Fyrsti sundtíminn okkar verður miðvikudaginn 20. september. Við förum með 5-6 börn í einu. 

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli


 Þetta vefsvæði byggir á Eplica