Sími 441 5200

Dagbók

28. ágúst- 1. september 

Kæru foreldrar

Á mánudag voru allir inni fyrir hádegi að leika en fórum svo út bæði eftir matinn og kaffið.

Á þriðjudaginn  fóru allir út fyrir hádegi en voru inni eftir mat í alls konar leikjum. Fórum aftur út eftir kaffið.

Á miðvikudag fórum við í vettvangsferð, fórum hring- stoppuðum á tveimur róluvöllum á leiðinni, villtumst til  Reykjavíkur þar sem var mjög spennandi net sem gaman var að klifra í, nokkrir söfnuðu steinum en aðrir tíndu blóm. Börnin voru pínu þreytt þegar við komum til baka en ánægð með ferðina. Í samverustund byrjuðum við á fyrstu framhaldssögu haustsins en það er Selurinn Snorri. Lesum alltaf smá, kannski 2-4 bls. í hverri samverustund.

Á fimmtudag vorum við inni fyrir hádegi í ýmsum leikjum og fórum svo út eftir hádegi og aftur eftir kaffið.

Í dag föstudag  fórum út fyrir hádegi, og aftur eftir mat- allir ánægðir með að leika úti í góðu veðri

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli


 Þetta vefsvæði byggir á Eplica