Sími 441 5200

Dagbók

22-25 ágúst

Kæru foreldrar

Vikan hefur verið fljót að líða í frábæru veðri J. Það var pínu erfitt fyrir marga að koma aftur eftir 3 daga frí en það lagaðist fljótt enda alltaf fullt að gera hjá okkur.  Nú erum við búin að skipta öllum í hópa, það  er ísbjarnahópur, höfrungahópur, selahópur og mörgæsahópur.  Eigum eftir að útbúa blöð og hengja upp og það er óhætt að fullyrða að allir bíða spenntir eftir því J  Skipulagt hópastarf hefst í byrjun september. Þar sem Kolla sem hefur séð um Leikvang er í fæðingarorlofi verðum við líklega með leikvang til skiptis í vetur. Eins var Þórður Arnar að hætta hér í gær þannig að við vitum ekki hver verður með tónlist.

Á þriðjudaginn  fórum við í vettvangsferð fyrir hádegi. Tíndum rifsber og lékum okkur á róló. Vorum svo úti eftir hádegið og meira að segja færðum kaffitímann út og börnin voru ánægð með það J

Á miðvikudag löbbuðum við út á Salaskólalóð fyrir hádegi og lékum okkur í flottu tækjunum sem eru þar. Þar var sko nóg um að vera enda fyrsti(eða annar) skóladagur. Höfðum smá sögustund eftir matinn þar sem allir lágu og hvíldu sig aðeins áður en við fórum út aftur

Á fimmtudag fórum út fyrir hádegi en vorum inni eftir matinn í ýmsum leikjum og fórum svo út eftir kaffitímann.

Í dag föstudag  fórum út fyrir hádegi en  erum inni eftir hádegi og förum út eftir kaffið aftur.

 

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica