Sími 441 5200

Dagbók

14-18. ágúst

Kæru foreldrar

Á mánudaginn vorum við inni fyrir hádegi og héldum uppá 4 ára afmæli Ellu Sifjar. Svo fóru allir út að leika eftir hádegismatinn.

Á þriðjudaginn  byrjaði Þórður Elís hjá okkur á Hóli. Við bjóðum Þórð Elís velkominn til okkar J. Við vorum inni að leika í rólegheitunum fyrir hádegi og fórum út eftir matinn og aftur eftir kaffitímann.

Á miðvikudag var svo gott veður að við vorum úti nánast allan daginn. Reyndar kom hellidemba um þrjúleytið og allir í pollaföt en þar sem sólin kom nánast strax aftur voru nokkrir búnir að klæða sig úr þeim aftur þegar næsta demba kom. Börnunum fannst þetta mjög skrýtið veður en líka skemmtilegt J

Á fimmtudag vorum við inni fyrir hádegi í ýmsum leikjum en fórum út strax eftir matinn og aftur eftir kaffitímann í góða veðrið J

Í dag föstudag  léku allir inni fyrir hádegið í góðum leik en fóru út strax eftir mat og fara aftur út eftir kaffitímann.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica