Sími 441 5200

Dagbók

8-11. ágúst 

Kæru foreldrar

Þá er fyrsta vikan okkar liðin og allir virtust vera hressir með að koma aftur. Við höfum verið mikið úti að leika þessa daga því veðrið hefur verið gott. En auðvitað líka inni og vinælast er að leika í búningaleik og mörg hafa verið sérstaklega áhugasöm að púsla

Á þriðjudaginn var stuttur dagur hjá okkur og vorum við inni að leika okkur þann daginn.

Á miðvikudag fórum út að leika fyrir hádegi, höfðum sögustund eftir hádegismatinn í rólegheitunum og svo fengu allir að velja stöð til að leika sér á. Fórum svo aftur út eftir kaffið.

Á fimmtudag fórum við í stutta vettvangsferð fyrir hádegi og aftur út eftir hádegi. 

 Í dag föstudag  fórum við út fyrir hádegi. Vorum inni eftir hádegi í ýmsum leikjum og fórum svo aftur út núna eftir kaffið.

 Á þriðjudaginn í næstu kemur nýr strákur á Hól, hann heitir Þórður Elís. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn og hlökkum til að kynnast honum.  

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica