Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 19-23. júní

Kæru foreldrar,

Þá er þessi vika liðin og nóg um að vera og óðum styttist í sumarfrí

Á mánudaginn fórum við út fyrir hádegi að skreyta garðinn okkar og gera fínt fyrir sumarhátíðina og heilsudaginn. Thelma Lind varð 4 ára í dag og bauð öllum uppá popp og saltstangir. Við óskum Thelmu Lind innilega til hamingju með daginn. Hún var búin að búa til flotta kórónu og fékk að velja sér dúk, disk og glas í hádeginu og var mjög spennt.  Rétt eftir hádegi birti til og veðrið var mjög gott á sumarhátíðinni. Leikhópurinn Lotta kom í heimsókn, svo var farið í ýmis konar þrautir og allir fengu heilsuboost eftir það. Foreldrafélagið bauð uppá grillaðar pylsur og ribena djús og í eftirrétt var skúffukaka frá Reyni bakara og kaffi. Þökkum foreldrafélaginu kærlega fyrir aðstoðina og ykkur foreldrum fyrir komuna. Það var gaman að sjá hversu margir gátu komið.

Á þriðjudaginn vorum við inni að leika fyrir hádegi í ýmsum leikjum og skelltum okkur út eftir hádegið.

Á miðvikudaginn  fórum við út bæði fyrir og eftir hádegi.

Á fimmtudaginn fórum við í vettvangsferð með strætó í Hamraborg og fórum í leiki á túninu þar, fyrir neðan bókasafnið. Börnin voru öll mjög ánægð með ferðina- og eins og venjulega stóð strætóferðin uppúr. (Myndband komið á facebook)

Í dag fórum við út fyrir hádegi að leika, fórum svo inn og fengum grillaðar pylsur í hádegismat og vorum inni eftir matinn í alls konar leikjum.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica