Sími 441 5200

Dagbók

16. júní 

Kæru foreldrar,

Þá er þessi vika liðin og hún hefur verið skemmtileg.  Við höfum verið mikið úti að leika okkur og njóta góða veðursins.

Á mánudaginn fórum við út að leika bæði fyrir og eftir hádegi.

Á þriðjudaginn byrjuðu tveir strákar í  aðlögun hjá okkur, þeir heita Hákon Jaki og Styrkár Breki og koma af Lautinni. Við fengum líka gesti frá Eystrasaltslöndunum og Finnlandi í heimsókn í leikskólann og voru þau öll mjög áhugasöm um starfið og fundust börnin svo glöð og ánægð.

Á miðvikudaginn  kom Dúó- Stemma með sýningu í boði foreldrafélagsins. Öll börnin og útlendu gestirnir okkar höfðu gaman að sýningunni. Eftir sýninguna fóru svo allir út að leika og eins eftir matinn.

Á fimmtudaginn höfðum við tvískipta útiveru og vorum inni í frjálsum leik þess á milli.

Í dag komu Hákon Jaki og Styrkár Breki með skúffurnar sínar og útifötin til okkar. Við bjóðum vinina hjartanlega velkomna á Hól og vonum að þeim líði vel hjá okkur. Allir fóru í Leikvang með Önnu Mekkin fyrir hádegi og svo var útivera strax eftir matinn.

Næsta vika:

á mánudaginn næsta verður sumarhátíð/heilsudagur hjá okkur í leikskólanum. Það verður nánar auglýst í tölvupósti til ykkar.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica