Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 6-9 júní

Kæru foreldrar,

Alltaf nóg skemmtilegt að gera hjá okkur og stutt vika þar að auki.

Á þriðjudaginn var ávaxta- og grænmetisdagur hjá okkur og börnin komu með fjölbreytt úrval með sér að heiman til að bjóða með sér og hlustuðu á sögu á meðan í rólegheitum. Við fengum tvo stráka í heimsókn til okkar fyrir hádegi, þá Hákon Jaka og Styrkár Breka sem eru báðir á Laut en flytja yfir á Hól í næstu viku. Þetta eru hressir og skemmtilegir strákar sem passa vel inní hópinn okkar.

Við fengum  til okkar starfsmann á vegum Vinnuskólans sl. þriðjudag sem verður hjá okkur í sumar, hún heitir Ólöf Þórunn og bjóðum við hana velkomna til okkar.

Á miðvikudaginn fórum við út að leika okkur fyrir hádegi og eftir hádegi.

Í gær vorum við með tvískipta útiveru fyrir og eftir hádegi en skelltum okkur svo aftur út eftir kaffið.

Í dag föstudag fórum við saman út að leika okkur fyrir hádegið, það var t.d. verið að mála og hlusta á tónlist ásamt því sem verið var að moka og róla á fullu. Bjarki Örn er 4 ára í dag og hélt upp á afmælið sitt og bauð öllum uppá popp, salstangir, vínber og mangóbita. Hann fékk að velja sér dúk, disk og glas og var áður búinn að búa til mjög flotta kórónu. Við óskum Bjarka Erni innilega til hamingju með daginn. Eva Lind fær að fara með Elsu bangsastelpu í heimsókn um helgina og er hún sú síðasta í röðinni sem fer með Elsu heim. Nú er Elsa að fara í frí, hún ætlar að skellta sér til Bahamas og hitta þar hann Bóbó vin sinn og við vitum ekki alveg hvort hún kemur aftur en kannski koma þau bara bæði, hún og Bóbó-það gæti verið skemmtilegt J Börnin fóru út aftur eftir hádegismatinn og aftur út eftir kaffið og eru mjög ánægð úti í góða veðrinu.

Í næstu viku fáum við til okkar gesti á vegum  NordPlus samstarfsverkefnins. Þeir koma frá nokkrum löndum, þ.e. Eistlandi Lettlandi, Litháen og Finnlandi. Þeir verða með okkur alla vikuna, bæði innan leikskólans og í ferðum hingað og þangað. Verkefnið heitir Viva la Musica og  börnin hafa verið að teikna og lita fánana þeirra og lita nótur og fleira sem við ætlum að hengja upp.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica