Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 29. maí - 2. júní

Kæru foreldrar,

Í næstu viku og fram á haust fellur allt skipulagt starf niður s.s. smiðja, leikvangur, tónlist og málörvunartímar. Vona að allir hafi séð fréttabréfið frá Erlu Stefaníu sem hún sendi út í vikunni.

Á mánudaginn  Fórum út fyrir/eftir hádegi (tvískipt) og vorum inni í dúkkukrók og að perla sem er eins og þið hafið örugglega tekið eftir, mjög vinælt þessa dagana.

Á þriðjudaginn Fórum út fyrir/eftir hádegi (tvískipt) og í frjálsum leik inni

Á miðvikudaginn var mjög gott veður og við vorum meira og minna úti allan daginn.

Í gær fimmtudag fóru allir hópar í leikvang með Önnu Mekkin og Þórði Arnari fyrir hádegi og allir saman út eftir hádegið.

Í dag föstudag vorum við inni fyrir hádegi. Apa- og kanínuhópur fóru í smiðju til Rebecu og svo fóru allir út í rigninguna eftir matinn. Ella Sif fer heim með Elsu bangsastelpu í dag.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

Næsta vika

Á mánudaginn er annar í hvítasunnu

Á þriðjudaginn er ávaxta- og grænmetisdagur  Þetta vefsvæði byggir á Eplica