Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 22-26. maí

Kæru foreldrar,

Vikan hefur þotið áfram í góða veðrinu og við höfum verið mjög mikið úti að leika.

Á mánudaginn  fóru allir út bæði fyrir og eftir hádegi.

Á þriðjudaginn var hjóladagur hjá okkur. Það var mikil spenna hjá öllum að fara í smá hjólatúr og þau voru líka mjög dugleg að hjóla. Auðvitað hvíldu þau sig inná milli og tíndu fífla til að fara með heim til mömmu og pabba, en þau voru ánægð með ferðina.

Á miðvikudaginn fórum við í vettvangsferð á róló fyrir hádegi og út að leika strax eftir matinn. Mörg voru orðin þreytt þegar þau komu inn og lögðust á dýnu og hlustuðu á sögu.

Í gær fimmtudag var uppstigningardagur

Í dag föstudag fórum við út bæði fyrir og eftir hádegi og börnin una sér mjög vel úti í alls konar leikjum. Apa- og kanínuhópur fóru í smiðju til Rebecu. Baldur Freyr fær að hafa Elsu bangsastelpu um helgina.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 ATHUGIÐ: Ef þið eigið gömul bökunarform, litla potta eða pottlok (stál), ausur, eða annað úr stáli sem þið eruð löngu hætt að nota og tekur bara pláss heima hjá ykkur, þá má gjarnan koma með það til okkar. Við ætlum að búa til hljóðgjafa og setja í garðinn okkar. Þetta vefsvæði byggir á Eplica