Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 15-19. maí

Kæru foreldrar

Á mánudaginn  Allir hópar fóru í tónlistartíma fh. Það var smiðja hjá ljóna- og hvolpasveitahóp eftir hádegi. 3 hópar fóru til Jónínu í málörvunartíma

Á þriðjudaginn kom Gunnar ljósmyndari til okkar fyrir hádegi og tók myndir af öllum, bæði einstaklingsmyndir og hópamynd. Myndatakan gekk vel, Gunnar sprellaði mikið í þeim þannig að þau slöppuðu af og leyfðu honum að taka af sér mynd J Allir hópar fóru svo út eftir hádegi. Tveir hópar fóru í málörvunarhóp til Jónínu.

Á miðvikudaginn var skipulagsdagur.

Í gær fimmtudag fóru allir hópar í leikvang með Helgu Kristínu fyrir hádegi og allir saman út eftir hádegið og aftur eftir kaffið í góða veðrið

Í dag föstudag drifum við okkur út í góða veðrið strax í morgun, fórum inn í hádegismat, lásum hvað Hildur Líf og Elsa bangsastelpa gerðu skemmtilegt og svo dró Hildur hver yrði svo heppin að fá að fara með Elsu heim um þessa helgi og það er hún Rakel Anna. Eftir þetta fórum við strax út aftur í blíðuna. Apa- og kanínuhópur fóru í smiðju til Rebecu og æfðu sig í að klippa.

Næsta vika

Á þriðjudaginn ætlum við að bjóða upp á hjóladag hjá okkur á Hóli. Börnunum er velkomið að hafa meðferðis hjól eða hlaupahjól og svo er mikilvægt að muna eftir hjálminumJ

Á sólskinsdögum vil ég minna á þá góðu reglu að þið berið sólarvörn á börnin ykkar á morgnana (ef þið teljið þörf á) áður en þau koma í leikskólann og við berum á þau eftir hádegismatinn. Við eigum Eucerin sólarvörn nr. 25. Ef barnið ykkar er með ofnæmi fyrir Eucerin sólarvörn þá endilega komið með sólarvörn sem er í lagi að bera á barnið.

 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica