Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 8-12. maí

Kæru foreldrar,

Höfum verið dugleg að vera úti að leika og börnin ekkert kvartað en þó var ein sem spurði mig hvort sumarið væri farið aftur!! Við viljum biðja ykkur að kemba hár barnanna vel fyrir mánudaginn þar sem óboðnir „hárgestir“ eru á flakki hér á deildunum.

Á mánudaginn var tvískipt útivera fh/eh. 3 hópar fóru í tónlistartíma fh. Það var smiðja hjá ljóna- og hvolpasveitahóp eftir hádegi. 3 hópar fóru til Jónínu í málörvunartíma .Allir fóru svo aftur út kl. hálf fjögur eftir kaffitímann.

Á þriðjudaginn var tvískipt útivera fyrir/eftir hádegi. 2 hópar voru í málörvunarhóp hjá Jónínu.

Á miðvikudaginn var tvískipt útivera fyrir/eftir hádegi. Höfum verið mikið með litlar perlur þessa viku og margir að njóta sín að perla eitthvað flott. Einnig höfum við verið með dúkkukrók þessa viku sem er alltaf mjög vinsæll og börnin geta dundað þar endalaust í hlutverkaleikjum.

Í gær fimmtudag fóru allir hópar í leikvang með Helgu Kristínu fyrir hádegi og allir saman út eftir hádegið. Einn hópur fór í tónlist eftir kaffitímann.

Í dag föstudag vorum við inni fyrir hádegi að leika- apa- og kanínuhópur fóru í smiðju til Rebecu. Snæfríður Sóley hélt uppá 4 ára afmælið í dag en hún á afmæli á morgun. Við óskum Snæfríði innilega til hamingju með daginn. Snæfríður bauð öllum uppá popp og saltstangir. Eftir afmælisveisluna fórum við út að leika.

Næsta vika

Á þriðjudaginn verður myndataka – Ljósmyndarinnn kemur til okkar um 9 og því mikilvægt að allir verði mættir þá.

Á miðvikudaginn verður skipulagsdagur og leikskólinn lokaður

Listinn með tímum fyrir foreldraviðtöl hangir á hurðinni hjá okkur ef einhverjir sem vilja koma eiga eftir að skrá sig.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Allir á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica