Sími 441 5200

Dagbók

5. maí

Kæru foreldrar

Fljót að líða þessi vika og nóg að gera.

Þriðjudagur: Buðum uppá útiveru fyrir hádegi í roki og rigningu og það voru 5 hressir strákar sem ákváðu að skella sér út að sulla og fannst svo gaman að þeir ætluðu ekki að fást inn. Hinir voru inni í ýmsum leikjum. Það var ávaxta- og grænmetisdagur hjá okkur og við sátum í rólegheitum og börnin skiptust á að bjóða mismunandi ávexti og hlustuðu á sögu á meðan.

Miðvikudagur :  Vorum inni fyrir hádegi í leikjum og svo fóru allir saman út eftir matinn.

Fimmtudagur: Allir hópar fóru í þrautabrautir í leikvangi með Helgu Kristínu fyrir hádegi og eftir matinn var farið út í blíðuna og leikið allan daginn. Börnin rétt skruppu inn að drekka og fóru svo beint út aftur.

Föstudagur:  Rebeca var með smiðjutíma fyrir apa- og kanínuhóp og fór með þau út í garð að mála. Hinir hóparnir drifu sig líka út í blíðuna.  Eftir matinn hélt Tómas Björn uppá 4 ára afmælið sitt en hann á afmæli á sunnudaginn. Tómas Björn bauð öllum uppá popp og vínber. Við óskum Tómasi Birni innilega til hamingju með daginn J. Bjarki Örn fer heim með Elsu bangsastelpu um helgina.

Eyðublað fyrir foreldraviðtöl eru komin á hurðina á Hóli. Í boði eru mismunandi tímar, ef þið kjósið annað endilega hafið samband við okkur.

Endilega kíkið í aukafata box barnanna ef eitthvað vantar.

 Næstu 2 vikur

10. mai – Heilsudagurinn haldinn hátíðlegur á milli 14.30 og 16.30- foreldrar velkomnir

16. mai – myndataka- Gunnar ljósmyndari kemur og myndar

17. mai – skipulagsdagur – leikskólinn lokaður

 

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica