Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 24-28. apríl 

Kæru foreldrar,

Vikan er búin að vera skemmtileg hjá okkur enda alltaf nóg að gera. Það fóru tvö börn heim í þessari viku með hlaupabólu- við sendum þeim batakveðjur J

Á mánudaginn fóru þrír hópar í tónlist fyrir hádegi. Það var útivera bæði fyrir og eftir hádegi og eins eftir kaffi.  Ljóna- og hvolpasveitarhópur fóru í smiðju til Rebecu.

Á þriðjudaginn var tvískipt útivera og á meðan voru hinir hóparnir í hópastarfi og ýmsum leikjum inni.

Á miðvikudaginn fórum við á Suzuki tónleika í boði Tónlistarskólans í Kópavogi. Ungir nemendur spiluðu á 5 mismunandi hljóðfæri, ýmist einir eða saman. Það var þverflauta, selló, fiðla, gítar og píanó. Í lokin spiluðu svo allir saman og börnin máttu syngja með. Allir voru stilltir og prúðir og fannst gaman.

Í gær fimmtudag var dótadagur, þvílíkt skemmtilegur dagur. Það komu allir með eitthvað, enginn eins og þau voru dugleg að skiptast á að leika/lána á milli. Nú er Kolla sem var með Leikvang komin í leyfi en allir hópar fóru samt í leikvang með Erlu Rut og fóru í alls konar leiki.Við fórum ekki út fyrr en eftir kaffið því veðrið var svo leiðinlegt. Hvolpasveitahópur fór í tónlist hjá Þórði Arnari.

Í dag föstudag höfum við verið inni í rólegheitum. Það fóru allir hópar í leikvang aftur í morgun með Helgu Kristínu og þeim þótti það mjög skemmtilegt. Elsa bangsastelpa er komin aftur, hún fór í smá frí. Freyja Líf er svo heppin að fá Elsu í heimsókn um helgina.

Næsta vika: Á mánudaginn er leikskólinn lokaður á frídegi verkamanna. Þann 17. maí er skipulagsdagur og leikskólinn því lokaður

 Þriðjudaginn 2. maí er grænmetis- og ávaxtadagur.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica