Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 12-16. des

Kæru foreldrar

Vikan er búin að vera mjög skemmtileg og nóg að gera hjá okkur

Mánudagur: Vorum inni fyrir hádegi að útbúa jólagjafir og jólaföndra en fórum út eftir hvíldina.

Þriðjudagur : Fórum ekkert út í dag þar sem veðrið var svo leiðinlegt. Höfðum fullt að gera inni, sumir léku sér og aðrir föndruðu og hlustuðu á jólasögu.

Miðvikudagur: Hann Orri lék fyrir okkur Jólaleikritið Ævintýri Augasteins eftir Felix Bergsson sem var mjög skemmtilegt og börnin voru spennt að horfa en sum urðu dálítið hrædd, sérstaklega þegar Grýla kom og tók litla Augasteininn til að gefa jólakettinum að éta. Leikritið var í boði foreldrafélagsins og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Á fimmtudag skreyttum við jólatréð og börnin kláruðu að ganga frá jólagjöfunum ykkar J

Héldum litlu jólin í dag.Byrjuðum á jólaballi í morgun kl. hálf tíu, kveiktum á fjórða aðventukertinu og dönsuðum svo í kringum jólatréð. Það komu tveir skemmtilegir jólasveinar í heimsókn, þeir Stekkjastaur og Stúfur. Þeir vildu auðvitað syngja og dansa í kringum jólatréð með börnunum og gáfu svo öllum jólapakka sem börnin taka heim í dag. Í lokin fengum við mandarínur og síðan var tekin hópmynd af hverri deild fyrir sig, með jólasveini.

Í hádegismat var hangikjöt, kartöflur, rauðkál, grænar baunir, uppstúf, og laufabrauð og íspinnar í eftirmat. Við vorum inni eftir hádegismatinn en erum að hugsa um að skella okkur út núna, sjáum til.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica