Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 5.-9. desember

Kæru foreldrar,

Vikan hefur liðið hratt og börnin bíða spennt eftir jólunum. Það hefur verið mikið um veikindi á Hóli, eins og á öðrum deildum. Það hefur þá annaðhvort verið mikill hiti og kvef eða ælupest.

Í smiðju hjá Rebecu á mánudag og í dag hafa allir verið að föndra jólaskraut. Prestarnir úr Lindakirkju voru með helgistund á miðvikudagsmorgun og öll börnin reglulega stillt og hlustuðu vel. Þórður Arnar var með tónlist fyrir alla hópa og einhverjir fóru tvisvar.

Leikvangur féll því miður niður á fimmtudag vegna námskeiðs sem þurfti að halda þar inni.

Börnin hafa verið mikið úti að leika í góða veðrinu alla vikuna

Fórum í samveru á yngri gang í morgun og kveiktum á þriðja kertinu á aðventukransinum (hirðakertinu) og sungum saman jólalög.

Næsta vika:

Allt skipulagt starf fellur niður frá og með mánudeginum 12. des og hefst aftur mánudaginn 9. janúar.

Á miðvikudagsmorgun kl. 09:30 fáum við að sjá jólaævintýrið Augastein. Vinsamlegast verið komin fyrir þann tíma svo enginn missi af.

Á föstudagsmorgun höldum við litlu jólin hátíðleg og allir sem vilja mega koma í sparifötunum.

Fyrsti jólasveinninn mun leggja af stað til byggða á sunnudagskvöldið. Af því tilefni viljum við benda ykkur á að það sem þau fá í skóinn á að geymast heima. Ástæðan er sú að mjög misjafnt er hvað þau fá í skóinn

Bið ykkur að bæta í aukafataboxin ef þarf, búið er að merkja við þar sem vantar og eins kíkja í þurrkskápinn.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica