Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 28. nóv- 2. des

Kæru foreldrar,

Takk kærlega öll fyrir komuna í gær, það var mjög góð mæting og börnin auðvitað alsæl með þetta.

Við byrjuðum strax á mánudagsmorgun að skera út og baka piparkökur og það kom okkur á óvart að það var enginn á okkar deild sem borðaði deigið með á meðan, það voru ennþá yngri börn á næsta borði sem voru mjög upptekin við að smakka.

Rebeca var með 2 smiðjuhópa á mánudag og voru þau að jólaföndra. Fórum út eftir matinn og svo aftur út í smástund eftir kaffið.

Á þriðjudag vorum við inni fyrir hádegi að föndra og leika ýmislegt en strax eftir matinn tókum við strætó niður í grasagarð. Börnin voru mjög ánægð þegar við komum þangað og máttu leika sér á svæðinu þótt að mestur áhuginn hafi reyndar verið á nestinu sem við vorum með í stórum poka.

Á miðvikudag var Þórður Arnar með tónlist fyrir hádegi, alla hópa og voru þau mest í því að syngja jólalög, enda eru þau efst á óskalistanum þessa dagana. Fórum svo út eftir hádegið.

Í gær var leikvangur hjá Kollu fyrir hádegi og svo skelltum við okkur út eftir hvíldina. Höfðum svo ávaxtastund fyrir börnin áður en foreldrarnir mættu.

Í morgun voru 2 hópar í smiðju hjá Rebecu í jólaföndri og kl. 11 fórum við öll af eldri gangi yfir á yngri gang og höfðum sameiginlegt „gaman saman“ þar sem við kveiktum á öðru aðventukertinu. Fórum svo út eftir hvíldina.

NÆSTA VIKA:

Þriðjudaginn 6. des er ávaxta- og grænmetisdagur hjá okkur. Alveg nóg að koma með einn ávöxt

Miðvikudaginn 7. des kl. 10:00 koma prestarnir úr Lindakirkju í heimsókn til okkar og verða með helgistund fyrir börnin. Ef það eru einhverjir sem vilja ekki að börnin séu viðstödd helgistundina, vinsamlegast látið okkur vita af því í tíma.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Ragnheiður, Erla Rut, Júlíana og Sara Þetta vefsvæði byggir á Eplica