Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 21-25. nóvember

Kæru foreldrar,

Á skipulagsdeginum á mánudag fengum við fyrirlestur frá Báru Kolbrúnu, sálfræðingi , um aga fyrir börn og reiðistjórnun. Eftir hádegi var námskeið hjá Kristínu - Leikur að læra – en það er kennsluaðferð þar sem börnum á aldrinum tveggja til tíu ára eru kennd öll bókleg fög í gegnum leiki, hreyfingu og skynjun á skipulagðan, líflegan og árangursríkan hátt.

 Öll kennsla er hugsuð út frá þörfum barna til að leika og hreyfa sig og upplifa námsefnið í gegnum mismunandi skynfæri.  Leikur að læra er að mestum hluta kennarastýrður leikur en þar sem frjálsi leikurinn fær sitt rými.

Við höfum prófað að leika einn leik á hverjum degi í vikunni og börnin hafa haft gaman af.

 Á þriðjudag fórum við út með tvo hópa fyrir hádegi og tvo eftir hádegi, á meðan gátu þau sem voru inni byrjað í smá jólaföndri.

Á miðvikudag var Þórður Arnar með tónlist hjá okkur fyrir hádegi og svo fóru allir út eftir hádegi.

Í gær voru allir inni að leika, föndra, í leikur að læra leikjum og ýmsu sem okkur datt í hug.

Í dag vorum við inni fyrir hádegi og fórum öll yfir á yngri gang í gaman saman og kveiktum á fyrsta aðventukertinu. Fórum svo út að leika eftir hádegi.

 

NÆSTA VIKA: 

Byrjum piparkökubakstur strax á mánudag J

Á ÞRIÐJUDAG/ MILLI  13-15 förum við í óvissuferð, börnin fara ekki í hvíld þennan dag.

Á FIMMTUDAG er foreldrakaffi/ kakó og piparkökur- í boði foreldrafélagsins á milli 15-16:30

 

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Ragnheiður, Erla Rut, Júlíana og Sara

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica