Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 14-18 nóvember

Kæru foreldrar,

Skemmtileg vika á enda- Það hefur verið hamagangur á Hóli J

Mánudagur: Það fóru tveir hópar( ljóna- og hundahópur)  í smiðju til Rebecu og á meðan fór apa- og kanínuhópur út. Ljóna- og hundahópur fór út eftir hvíldina og eftir kaffi fór ljónahópur í tónlist til Þórðar Arnars. Adam Martin varð þriggja ára á laugardaginn og hélt uppá afmælið sitt í dag og bauð öllum uppá ávexti. Við óskum Adam innilega til hamingju með þriggja ára afmælið sitt. Jónína var líka með málörvunar/rímtíma- 2 hópa

Þriðjudagur: Veðrið var frekar leiðinlegt og við vorum inni að leika í dúkkukrók, leira, snyrtileik, kubbaleik og föndra svo eitthvað sé nefnt.

Miðvikudagur : 15 ára afmæli Fífusala.  Þetta var ótrúlega skemmtilegur dagur  Það var búið að skreyta allan leikskólann og börnin voru ekkert smá glöð þegar þau mættu í búningunum sínum á miðvikudagsmorgun.  Fjörið byrjaði á  balli í matsalnum og svo var opið flæði um leikskólann. Í hádegismat fengu allir pizzu og ribena djús.  Eftir pizzuna og afmælisdrykkinn lögðum við okkur eða höfðum rólega lestrarstund  og fórum svo út í snjóinn. Eftir útiveruna hittust allir í matsalnum þar sem við sungum afmælislagið og á íslensku má alltaf finna svar. Það fengu allir  afmælisköku og kókómjólk.  Eftir þá stund fóru allir inn á deild að leika og þeir sem vildu fá andlitsmálningu fengu það. Annars var verið að leika í rólegheitunum og hlusta á sögu.

Fimmtudagur: Það var leikvangur hjá Kollu fyrir hádegi og eftir hádegið fóru allir út að leika

Í morgun var smiðja hjá kanínu- og apahóp en hunda- ljónahópur fór út að leika fyrir hádegi, þau renndu sér á rassaþotum og svo gáfum við fuglunum brauð og melónur að borða. Börnin voru sammála um að þeir hlytu að vera svangir þar sem það sátu tveir efst uppí trénu og biðu J. Fórum líka og fundum stóra grein til að hengja uppí loftið inná deild fyrir seríu og skraut

Næsta vika:

Minni á að mánudaginn 21. nóvember er skipulagsdagur og leikskólinn því lokaður

 Takk fyrir vikuna og góða helgi

Ragnheiður, Sara,  Erla Rut og Júlíana

 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica