Sími 441 5200

Dagbók

17-21 október

Kæru foreldrar,

Þessi vika hefur verið dálítið öðruvísi en vanalega vegna mikilla veikinda.

Mánudagur: Í dag voru einungis 10 börn mætt á Hól þannig að það var mjög rólegt hjá okkur. Drifum okkur út í vettvangsferð fyrir hádegi og svo fóru öll í smiðju eftir hádegi. Þau voru að gera myndir með skýjum, grasi og mold.  Myndirnar hanga fyrir framan deildina okkar. Þórður Arnar kom og var með tónlistartíma fyrir alla og það var mjög skemmtilegt og næstum allir tóku þátt.  Eftir tímann fóru allir út í smá stund.

Þriðjudagur: rólegur dagur hjá okkur, fórum út fyrir hádegi og vorum inni að leika eftir hádegi. Sara byrjaði aftur hjá okkur í dag, hún var hjá okkur í fyrra en fór svo í fæðingarorlof. Hún verður eitthvað á Hóli á næstunni en það er ekki alveg komið á hreint hvort hún verður alveg fast þar.

Miðvikudagur: Vorum inni allan daginn því veðrið var svo vont. Skiptum börnunum í hópa og vorum með stöðvar þar sem þau léku sér, þau gátu skipt eftir ákveðinn tíma samt en það var ekki mikið um það, þau voru langflest í góðum leik og náðu að þróa leikinn áfram.

Fimmtudagur: Það var leikvangur hjá Kollu fyrir hádegi og eftir hádegi fóru allir út að leika

Föstudagur: Helmingur barnanna fór út fyrir hádegi og hinn helmingurinn eftir hvíldina.

Næsta vika:

Á fimmtudaginn er alþjóðlegi bangsadagurinn. Þann dag mega börnin koma með 1 bangsa að heiman í leikskólann

Við viljum hvetja ykkur foreldrana til að lesa bæklinginn sem kom heim í vikunni ,,Hver ætlar að lesa?“ sem fjallar um að hvernig við eflum málþroska og orðaforða  barnanna.
-Einnig eru skilaboð í hólfum barnanna ykkar í dag frá bókasafninu Hamraborg. Þar geta börnin fengið ókeypis bókasafnskort.
-Hugmyndakassar standa í andyrinu. Endilega komið með hugmyndir hvað við ættum að gera á afmæli leikskólans.

Í næstu viku fer ég(Ragnheiður) ásamt Heiðu til Litháen í skólaverkefni Nordplus. Ef það er eitthvað endilega snúið ykkur til Júlíönu eða Erlu Rut.

 Takk fyrir vikuna og góða helgi

Ragnheiður, Erla Rut og Júlíana

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica