Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 10-14 október

Kæru foreldrar,

Skemmtileg vika á enda komin, nóg verið að gera hjá öllum.

Mánudagur: Ljóna- og hundahópur fór í smiðju til Rebecu. Börnin þræddu laufblöð og ber uppá band og bjuggu til fallega óróa sem hanga inni á deild hjá okkur.  Ljónahópur fór í tónlist hjá Þórði Arnari eftir kaffitímann. Hóparnir fóru út til skiptis fyrir og eftir hádegi og svo fóru allir út kl. hálf fjögur

Þriðjudagur: Tveir hópar fóru í sögustund á Lindasafninu fyrir hádegi og hinir voru inni í góðum leik á meðan. Eftir hvíldina fóru allir út að leika.

Miðvikudagur: Í dag var dótadagur og það var rosalega skemmtilegt. Allir mundu eftir að koma með eitthvað og þau voru dugleg að skiptast á og leika. Seinni hóparnir fóru í sögustund í Hamraborgina og hin léku sér í leikskólanum. Eftir hádegi voru börnin inni að leika og fóru svo í tónlist til Þórðar Arnars.

Fimmtudagur: Það var leikvangur hjá Kollu fyrir hádegi og eftir hádegi fóru allir út í rigninguna. Þeim fannst sko ekkert leiðinlegt að stappa svolítið í pollunum J

Í dag var bleikur dagur, gaman að sjá hversu mörg börn mættu í bleiku. Kl. 09.30 héldum við „bleikt ball“ í matsalnum og það var mikið stuð. Kanínu- og apahópur fóru í smiðju til Rebecu og bjuggu til óróa. Allir fóru svo út eftir hádegið og líklega verður farið aftur út eftir kaffitímann.

 Takk fyrir vikuna og góða helgi

Ragnheiður, Erla Rut og JúlíanaÞetta vefsvæði byggir á Eplica