Sími 441 5200

Dagbók

22. apríl

Sælir kæru foreldrar og gleðilegt sumar.

Það hefur verið nóg að gera hjá okkur þessa vikuna og því notalegt að það var frí í gær. Á mánudag fóru allir í slettusmiðjuna í Gerðarsafni og fengu að mála. Öllum fannst það skemmtilegt, veðrið var líka gott en það var mjög kalt. Eldri börnin fóru svo á þriðjudag í heimsókn til hennar Auðbjargar í dægradvöl Salaskóla og léku sér þar í rúman klukkutíma. Yngri hópurinn okkar fór á Kung Fu námskeið á meðan og á ormasýningu á bókasafninu eftir það. Þar sáu þau ormasýningu og lærðu að þekkja muninn á ormum og t.d. slöngum sem líta eins út. Þau fengu líka að skoða orma í smásjá og hlusta á sögu um orma. Eldri hópurinn fór á sömu sýningar á miðvikudaginn. Í morgun fórum við í Salinn og hlustuðum á hljóðfæraleikara leika tónlist frá mismunandi löndum. Börnin fengu að taka þátt með klappi og hljóðum og fannst það skemmtilegt.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli


Þetta vefsvæði byggir á Eplica