Sími 441 5200

Dagbók

15. apríl 

 Á mánudaginn fórum við í Salaskóla með skólahópinn og áttum skemmtilega söngstund með 2. bekk.

Á miðvikudag fórum við í vettvangsferð um hverfið. Börnin voru dugleg og áhugasöm og skemmtu sér vel.

 Í gær var dótadagur og gríðarlegt fjör.  Öll börnin voru dugleg að skiptast á og leika saman

Öll börnin fóru í Leikvang í gær og skemmtu sér vel hjá Sigrúnu.

Í dag varð Elías Páll 5 ára og bauð öllum uppá popp. Við óskum Elíasi Páli innilega til hamingju með daginn. Hann bjó til flotta kórónu og fékk að velja sér disk og glas í tilefni dagsins.

Í næstu viku byrja Ormadagar á vegum Kópavogsbæjar  og við förum í ferðir mánudag,þriðjudag,miðvikudag og föstudag.

Á mánudag tökum við strætó um 09:30 (allir) og förum í slettusmiðju í Gerðarsafni.  Börnin þurfa að koma í vinnufötum sem má mála í og vera klædd eftir veðri þar sem smiðjan fer fram utandyra.

 Á þriðjudaginn heimsækjum við dægradvöl í Salaskóla, mæting 9:30. – skólahópur. Á meðan fara þau yngri á ormasýningu á bókasafninu og á  Kung Fu námskeið. Leggjum af stað kl. 09:30

Á miðvikudaginn fara eldri börnin á ormasýninguna og Kung Fu panda námskeiðið

 À fimmtudaginn er sumardagurinn fyrsti, og er þá leikskólinn lokaður.

Á föstudaginn förum við í Salinn (allir) að sjá skuggamyndir

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

kv. allir á Hóli

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica