Sími 441 5200

Dagbók

1. apríl

Kæru foreldrar,

Stutt og mjög róleg vika hjá okkur- margir eru í fríi og nokkrir lasnir, því miður- sendum þeim batakveðjur.

Allt hefðbundið starf var á sínum stað í vikunni, nema smiðjan (þar sem við erum með mánudagstíma). Börnin héldu áfram föndrinu á vinagarðinum og hafa gaman að því.

Katrín Lea varð 5 ára á miðvikudaginn og bauð öllum uppá popp og saltstangir. Hún var búin að búa til flotta kórónu og fékk að velja sér dúk, disk og glas í tilefni dagsins. Við óskum Katrínu Leu  innilega til hamingju með afmælið.

 

Minni á ávaxta- og grænmetisdaginn á næsta þriðjudag J

 

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica