Sími 441 5200

Dagbók

18. mars

Kæru foreldrar,

Það var rosa stuð á regnbogaballinu hjá okkur í morgun og flestallir fóru útá gólf að dansa og syngja. Klukkan 10 kom svo töframaðurinn Alex Leó til okkar og sýndi fullt af flottum töfrabrögðum og hélt vel athyglinni hjá börnum og kennurum, þetta var virkilega flott hjá honum.

Börnin pössuðu vel uppá litadagana í vikunni – skemmtilegt að sjá það. Yngri hópurinn okkar fór í vettvangsferð á mánudaginn hérna í hverfinu og á þriðjudag fór eldri hópurinn á Lindasafn í sögustund. Á miðvikudagsmorgun fengum við til okkar krakka úr 1. bekk Salaskóla í heimsókn (þau sem hættu hér á síðasta ári) og það urðu miklir fagnaðarfundir J

Í gær og dag hafa börnin verið að föndra vináttugarð- þau stimpla blóm í alls konar litum á pappír sem við hengdum uppá vegg  og við útskýrum fyrir þeim að það þarf að hlúa að vináttunni til að viðhalda henni rétt eins og við hlúum að blómunum.

Næsta vika er stutt hjá okkur en við ætlum með Blikahóp í sund á miðvikudag þ.e.a.s. ef börnin verða öll þá. Í Blikahóp eru: Emma, Ísabella Embla, Jón Bjartur, Júlía Rún og Kári. Við frestum því framyfir páska ef það vantar marga á miðvikudag.

Bestu kveðjur og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica