Sími 441 5200

Dagbók

11. mars

Kæru foreldrar,

Vikan var með hefðbundnu sniði hjá okkur. Allir fóru í smiðju á mánudag til Guðbjargar að föndra páskakörfur. Eldri börnin fóru í hópastarf inná deild. Á þriðjudag fórum við í vettvangsferð í hverfinu, stoppuðum á róló og börnin léku sér þar og höfðu gaman. Eldri börnin fóru svo í Gerplu eftir hádegið og á meðan var hópastarf hjá hinum. Í gær héldum við okkur alveg inni þar sem veðrið var hundleiðinlegt. Það var nóg að gera hjá börnunum við að mála páskaunga og skreyta. Það fóru svo allir í þrautabrautir hjá Sigrúnu í Leikvangi.

Okkur langar að biðja ykkur um 1 stk (pr.barn) tveggja lítra gosflösku sem við ætlum að nota til að föndra J

Næsta vika:

Litavika: gulur(mán), rauður (þri), grænn(miðv) og blár(fimmt) og regnbogaball á föstudag. Hvetjum ykkur til að leyfa börnunum að koma í „réttum litum“ þessa daga J

Ugluhópur fer í sund á þriðjudag: Í Ugluhóp eru: Daníel Þór, Guðmundur Freyr, Haukur Ingi, Hólmfríður Katrín og Katrín Lea.

Bestu kveðjur og góða helgi,

Ragnheiður, Ásgerður, Júlíana og RebecaÞetta vefsvæði byggir á Eplica