Sími 441 5200

Dagbók

3 mars

Kæru foreldrar,

Stutt leikskólavika á enda hjá börnunum. Á mánudag var dagur sjaldgæfra sjúkdóma. Ákveðið var að halda upp á daginn í Fífusölum með því að fá leikskólabörnin til að stimpla höndina sína á striga sem var svo hengdur upp á vegg. Það eru þrír mismunandi litir á höndunum á verkinu og túlka þeir hvert og eitt barn og hve einstakt það er. Það er búið að vera að vinna að þessu í nokkrar vikur og var mikil gleði með að afhjúpa listaverkið okkar. Leikskólabörnin (öll sem voru komin) sungu saman tvö lög og knúsuðust alveg heilan helling, þetta var skemmtileg stund í matsalnum. Smiðjan féll aftur niður sl. mánudag vegna veikinda. Eldri börnin fóru í Smáralind á vísindasýninguna og fannst gaman að leika sér og skoða þar. Ávaxta- og grænmetisdagurinn var á þriðjudag og eins og venjulega komu börnin með mjög fjölbreytt og gott úrval. Á miðvikudagsmorgun fóru allir í vettvangsferð hér í hverfinu og útá Salaskólalóð að leika. Veðrið var mjög gott og  börnin nutu sín vel við að hoppa milli steina( og telja) eða klifra í trjánum.  Í dag var Leikvangur hjá Sigrúnu sem öllum finnst gaman.

Á morgun er skipulagsdagur hjá okkur. Ef þið viljið taka þátt í rannsókninni sem Erla Stefanía sendi ykkur póst um fyrr í vikunni, þá erum við með samþykktar-eyðublöð inná deild hjá okkur.

Bestu kveðjur og góða helgi,

Ragnheiður, Ásgerður, Júlíana og RebecaÞetta vefsvæði byggir á Eplica