Sími 441 5200

Dagbók

26 febrúar

Kæru foreldrar,

vikan hefur liðið hratt hjá okkur og nóg skemmtilegt að gera. Tvo síðustu daga hefur reyndar verið óvenju fámennt, einhverjir eru veikir og aðrir í fríi.

Smiðjan féll niður á mánudag vegna veikinda en börnin máluðu vatnslitamyndir inná deild í staðinn (þeir sem það vildu). Margir eru að perla páskaskraut til að hengja upp eða lita kanínur.

Á miðvikudag fór eldri hópurinn í bekkjarheimsókn  í  1. bekk í Salaskóla. Það gekk vel og öllum fannst gaman, ekki síst að hitta vinina sem voru hér í leikskólanum í fyrra.  Kennarinn fór í stafinn Í með þeim og á eftir lituðu þau mynd af ís og brauði, límdu og klipptu. Í lokin fengu þau að leika sér í smá stund. 

Á meðan á bekkjarheimsókninni stóð,skellti yngri hópurinn sér í strætó niður í Smáralind til að skoða vísindasýninguna og höfðu gaman af. Við vonumst til að komast með eldri hópinn á mánudaginn í Smáralindina til að skoða.

Allir fóru til Sigrúnar í leikvang í gær og fengu þrautabraut til að æfa sig. Hólmfríður Katrín fer heim með Bóbó bangsa í dag og er hún síðust í hópnum sem fær Bóbó.   Líkast til er Bóbó farinn í frí þar til í haust, þar sem við náum ekki annarri heimsókn fyrir alla.

Það eru einhverjar mannabreytingar í húsinu hjá okkur og líka á Hóli. Ragnheiður Braga hættir í dag og fer í fæðingarorlof. Við þökkum Ragnheiði fyrir samveruna og óskum henni alls góðs í nýju hlutverki J Í hennar stað kemur Rebeca en hún hefur verið á Laut undanfarna mánuði. Það byrjuðu þrír nýir starfsmenn í Fífusölum í gær, einn strákur sem heitir Eyþór sem var hjá okkur í gær og dag en fer á Hæðina eftir helgi. Hann hefur vakið mikla lukku þar sem hann kann að GALDRA  J

Næsta vika:

Á þriðjudaginn, 1. mars er ávaxta- og grænmetisdagur hjá okkur

Á föstudaginn 4. mars er skipulagsdagur og leikskólinn lokaður.

Bestu kveðjur og góða helgi

Starfsfólkið á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica