Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 15-19. febrúar

Kæru foreldrar,

viljum byrja á því að þakka mæðrum og ömmum fyrir mjög góða mætingu í morgun.  Í smiðjunni sl. mánudag æfðu börnin sig í að klippa alls konar form og myndir.

Við fórum ekki í vettvangsferð í þessari viku en börnin undu sér glöð hérna úti í garðinum í staðinn. Fórum reyndar á bókasafnið í Hamraborg með Blika og Fíla í sögustund sem er alltaf skemmtilegt. Börnin voru glöð og ánægð og sungu á leiðinni í strætó J

Sigrún var með Leikvang fyrir alla hópa á fimmtudag eins voru allir tímar hjá Jónínu og Gullu.

Næsta miðvikudag, 24. febrúar   förum við í bekkjaheimsóknir í Salaskóla með eldri börnin. Þetta er alltaf skemmtilegt og þau eru mjög spennt fyrir því að fara. Vinsamlegast mætið ekki seinna en 9:30 með börnin þennan dag því við leggjum af stað rúmlega hálf tíu.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.
Bestu kveðjur

Starfsfólkið á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica