Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 8-12. febrúar 

Kæru foreldrar,

Vikan hefur verið skemmtileg hjá okkur og nóg að gera.  Öskudagsskemmtunin /ballið tókst vel og börnin skemmtu sér konunglega við að slá í tunnuna og borða snakkið sem datt úr henni og eins að hafa það kósý á dýnunum á ganginum. Það var pizza í hádeginu og allir borðuðu vel.

Veðrið hefur verið ótrúlega gott og börnin hafa verið mikið úti og mörg viljað fara tvisvar út yfir daginn.  Allir fóru í smiðju á mánudag og í leikvang í gær.

Næsta vika:

Föstudaginn 19. febrúar verður dömukaffi á Fífusölum og bjóða börnin mæðrum sínum og /eða ömmum í morgunmat á milli 8-9 í tilefni af konudeginum 21. febrúar.

 Minni á skipulagsdaginn föstudaginn 4. mars en þann dag verður leikskólinn lokaður

 Bestu kveðjur og góða helgi

Ragnheiður, Ragnheiður Braga, Ásgerður og JúlíanaÞetta vefsvæði byggir á Eplica