Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 1-5 febrúar 2016

Kæru foreldrar

Það er búið að vera mikið fjör hér í dag á „ruglufatadeginum“ .  Í morgun fengum við skemmtilega heimsókn sem var í boði foreldrafélagsins og í tilefni af Degi leikskólans sem er á morgun,  það var hann Maxímús Músíkús sem kom og dansaði fyrir börnin. Dagný kom með honum og las sögu fyrir börnin og kynnti fyrir þeim hljóðfæri Sinfóníuhljómsveitarinnar. Öll börnin í leikskólanum voru saman komin í matsalnum og þau voru til mikillar fyrirmyndar, sátu hljóð og stillt á meðan á heimsókninni stóð. Í lokin gaf Maxímús öllum límmiða og börnin máttu  taka í skottið á honum 

Í smiðju á mánudaginn útbjuggu börnin bolluvendi sem þau fara með heim í dag. Á þriðjudag fór Fílahópur í sögustund á Lindasafn og Uglu- og Krummahópur fóru í sögustund í Hamraborg á miðvikudag. Börnin hafa farið út alla dagana í vikunni og fundið sér nóg af verkefnum í snjónum.  Allir hópar fóru í Leikvang í gær til Sigrúnar

 Bestu kveðjur og góða helgi

Starfsfólkið á Hóli

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica