Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 25-29. janúar 2016

Kæru foreldrar,

Það hefur verið nóg að gera í vikunni hjá börnunum. Kári varð 6 ára á mánudag. Hann bauð öllum uppá popp og saltstangir og fékk að velja sér dúk,disk og glas og var búinn að búa sér til flotta kórónu. Við óskum Kára til hamingju með afmælið. Honum finnst ekkert smá gaman að vera sá eini sem er orðinn 6 ára á Hóli.  Í smiðju á mánudag fóru þau yfir mannslíkamann og teiknuðu ýmis líffæri. Hver hópur var með eina mynd. Þið getið séð myndirnar upp á vegg hjá okkur. Uglu- og krummahópur fór í vettvangsferð á miðvikudag um hverfið í snjókomunni og skemmtu sér konunglega. Á meðan unnu Blikar og Fílar hópverkefni um árstíðirnar. Það er ekki alveg tilbúið en við hengjum það upp þegar þau eru búin. Í gær fóru allir í leikvang til Sigrúnar.

Næsta vika:

Ávaxta- og grænmetisdagur er á þriðjudaginn

Í tilefni af „degi leikskólans sem er 6.febrúar þá ætlum við að hafa öfugsnúna/rugl/dag á föstudag. Allir mega mæta í viðsnúnum fötum og við höfum opið flæði milli deilda.

Maximús kemur í heimsókn kl. 09:30 í boði foreldrafélagsins. Hvet alla til að mæta snemma-þetta verður stuðdagur hjá okkur.

Langar enn og aftur að minna ykkur á að fylla aukafatakassa barnanna, þar sem þau eru oft blaut eftir útiveruna.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Starfsfólkið á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica