Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 18-22. janúar 

Kæru foreldrar

Viljum byrja á því að þakka pöbbum og öfum fyrir mjög góða mætingu í morgun. Börnin hafa verið mjög spennt vegna þessa dags og skemmtu sér vel.  Í smiðjunni sl. mánudag máluðu þau víkingahattana sína ásamt því að búa til gervisnjó með Guðbjörgu.

Á þriðjudag löbbuðu eldri börnin á Lindasafnið (í Lindaskóla) í sögustund og hlustuðu á tvær sögur. Þau voru mjög stillt og prúð og til mikillar fyrirmyndar á safninu. Tókum svo strætó uppeftir til baka sem þótti ekki leiðinlegt.

Yngri hópurinn fór svo í sögustund í Hamrabókasafninu á miðvikudag.

Sigrún var með Leikvang fyrir alla hópa á fimmtudag og það gekk vel hjá henni og allir voru ánægðir.

Allir tímar hjá Jónínu og Gullu voru á sínum stað í vikunni og eru alltaf vinsælir. Hún er með eldri börnin í rímhópum og spilahópum svo eitthvað sé nefnt.

Börnin hafa skemmt sér vel úti í þrátt fyrir rysjótt veður. Langar að biðja ykkur að koma með pollagalla fyrir þau ef það verður svona blautt áfram. Einnig vantar orðið eitthvað af fötum í aukafataboxin. Þið megið endilega athuga það.

 

Takk fyrir vikuna og góða helgi.
Bestu kveðjur

Starfsfólkið á HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica