Sími 441 5200

Dagbók

Vikan 11-15. janúar 2016

Kæru foreldrar

Bæði leikvangur og smiðja byrjuðu starfsemi sína aftur í þessari viku. Í smiðjunni æfðu þau sig í að teikna með nefinu og fannst það mjög skemmtilegt. Hóptímar hjá Jónínu byrjuðu líka fyrir þá sem það þurfa.

Útiveran hefur verið skemmtileg hjá flestöllum, þau hafa gaman að því að renna sér í hólnum sem er ísilagður og láta kuldann ekkert á sig fá.

Það var þvílíka stuðið hér í morgun á rafmagnslausa deginum, allir komu með vasaljós og þetta hefur verið skemmtilegt J

Næsta föstudag (22. janúar) er „herrakaffið“ þar sem börnin bjóða pöbbum, öfum,bræðrum eða frændum í morgunmat (hafragraut og slátur) milli klukkan 8-9. Boðskortin verða send heim á miðvikudag.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Ragnheiður, Ásgerður, Ragnheiður Braga og Júlía

HóliÞetta vefsvæði byggir á Eplica